Helgihald 19/3/23

Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00 á Nýjársdag

Hátíðarguðsþjónusta á nýjársdag kl. 14:00. Textar og bænir guðsþjónustunnar munu tengjast voninni. Ferdinand Jónsson mun flytja hátíðarræðu. Ferdinand er fermdur í Kópavogskirkju á sínum tíma og starfar nú sem geðlæknir í Lundúnum. Hann er einnig ljóðskáld og mun í ræðunni fjalla um vonina og hvernig hún tengist störfum lækna, heilbrigðisstarfsfólks, sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Gjafir færðar

Þann 9. desember 2022 kom Auðólfur Gunnarsson, læknir og sonur fyrstu prestshjónanna í Kópavogssöfnuði þeirra: sr. Gunnars Árnasonar og Sigríðar Stefánsdóttir færandi hendi. Auðólfur afhennti fyrir hönd afkomenda sr. Gunnars og Sigríðar Kópavogskirkju fágætar bækur úr safni þeirra hjóna. Kópavogskirkja þakkar þennan einstaka hlýjug alla tíð við kirkjuna og hennar starf. Myndin var tekin við sama tækifæri.