Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- 27/4/25 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsinsapríl 25, 2025 - 3:05 e.h.
- Dymbilvika og páskar í Kópavogskirkjuapríl 15, 2025 - 9:45 f.h.
- Fermingamessa 13/04/25apríl 10, 2025 - 5:55 e.h.
- Karlakaffi 1/4/25mars 30, 2025 - 6:48 e.h.
- Mál dagsins 1/4/25mars 30, 2025 - 6:13 e.h.
Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda. Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku finnsku kirkjunni hefur orðið að veruleika. Honum sveið ástandið eins og okkur öllum og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega kl. 17 frá 12. til 24. október, en 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna.Þessi hugmynd hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama. Tilgangurinn er að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.Lúterska heimssambandið, sem Þjóðkirkjan er aðili að, vekur athygli á framtakinu og hvetur fleiri kirkjur til að taka þátt. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo. Biskup Íslands hvetur presta og sóknarnefndir til að hringja klukkum kirkna frá mánudeginum 24. október kl. 17 í þrjár mínútur og daglega eftir því sem við verður komið til og með 31.október, sem er siðbótardagurinn.Um leið er til þess mælst að beðið verði fyrir fólki og ástandi í Aleppo og endir verði bundinn á þann hrylling er þar á sér stað.
Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar. Lesnir verða textar úr bókinni. Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega velkomnir.
Æskulýðsfundur og söfnun fermingarbarna 3. nóvember í Kársnessókn
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÁ æskulýðsfundi 27. október n.k. kl. 20:00-21:30 munu samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku kynna vatnsverkefni í Afríku en fimmtudaginn viku seinna munu fermingarbörn úr Kársnessókn safna fyrir verkefnið með því að ganga í hús á Kársnesi frá kl. 18:00-20:00.
Sunnudagskólinn með listasmiðjuiívafi 23. október n.k. kl. 11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSunnudagsskóli með listasmiðjuívafi verður n.k. sunnudag 23. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Starfið er ætlað börnum á öllum aldri. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 23. október kl. 11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00. Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonÆskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudagskvöldið 6. október n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Starf fyrir 1-4 bekk
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonKirkjustarf fyrir 1-4 bekk hefst fimmtudaginn 6. október n.k.
Fyrir 1-2 bekk er á fimmtudögum kl. 14:00-15:00.
Fyrir 3-4 bekk er á fimmtudögum kl.15:30-16:30.
Starfið fer fram í safnaðarheimilinu borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfinu loknu. Allir hjartanlega velkomnir.
Krílasálmar
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonKRÍLASÁLMAR
Frábært tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra
Námskeið haldið í Hjallakirkju
þriðjudaga kl. 13:15
og hefst þann
11. október 2016
Verð 4000 kr. fyrir átta skipti
Skráning: gudny@hjallakirkja.is
hjallakirkja.is
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. október, kl.11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2.október n.k. kl.11:00. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 26. september
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður að venju þriðjudaginn 26. september og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Kl. 15:10 heldur Sigríður Snæbjörnsdóttir erindi. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.