Kópavogskirkja 13. október 2015

Helga Jörgensdóttir sendi okkur í dag þessa skemmtilegu mynd sem hún tók af Kópavogskirkju fyrr í dag.

IMG_98111-kopi-500x323

Guðsþjónusta 18. október

uðsþjónusta verður 18. október n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.

Mál dagsins 13. október

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Gísli Örn Garðarson, leikstjóri erindi um sýninguna um Hróa Hött, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og veitingar í boði. Stundinni lýkur kl. 16.00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduhelgistund

Barna- og fjölskylduhelgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. október n.k. kl.11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, ásamt Skólakór Kársnes undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Allir hjartanlega velkomnir.

Kópavogskirkja og regnbogi

Meðfylgjandi mynd af Kópavogskirkju og regnboga tók Pétur Arnarson að morgni 7. október.

Hvetjum þau sem eiga fallegar og áhugaverðar myndir af kirkjunni að senda okkur til að birta hér á heimasíðunni.

photo-52-e1444222275351-375x500

Skrifstofan lokuð 7. október 2015

Skrifstofa Kársnessafnaðar verður lokuð miðvikudaginn 7. október 2015 vegna fermingarfræðsluferðalags í Vatnaskóg.

Guðþsjónusta 4. október

Guðsþjónusta 4. október kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.

Allir velkomnir.

Mál dagsins

Í “Máli dagsins” 6. október næstkomandi hefst stundin að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla erindi um skólastarfið. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur

Barnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar 

Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót.

1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30.

Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 í Dægradvöl Kársnesskóla og gengið til baka rúmlega 15:00. Börn úr 3.- 4. bekk verða sótt í Dægradvöl um kl. 15:00 og starfinu lýkur kl 16:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Munum við reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að það sé eitthvað fyrir alla.

Dagskrá vetrarins:

7. október – Kynning á starfinu og skemmtilegir leikir
14. október – Tjáning, samskipti og leikir
21. október – Ratleikur
28. október – Vinátta og leikir
4. nóvember – Plakatgerð og spil
11. nóvember – Video, popp og djús
18. nóvember – “Minute to win it”
25. nóvember – Skreyta piparkökur
2. desember – Jólaföndur

Vinsamlega látið Dægradvöl einnig vita að barnið taki þátt í þessu starfi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,

Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson

Fermingarfræðsla

Þann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur).

  • Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók).
  • Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð sig, sem guðsþjónustu- og messuþjóna í helgihaldinu á sunnudögum í vetur.
  • Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þeirri þjónustu með unglingunum sínum ef tök eru á.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast í næstu viku á þriðjudeginum 6. október í safnaðarheimilinu Borgum.

  • Fundirnar standa frá kl. 20:00-21:30 og eru hugsaðir sem hluti af fermingarfræðslunni í vetur.
  • Fundirnar hafa verið afar vel sóttir af fermingarbörnunum.
  • Leiðtogar í þessu starfi eins og síðustu ár eru þau: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Ágústsdóttir og Helgi Steinn Björnsson.

Miðvikudaginn 7. október er fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.

  • Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 08:15 (ekki kl. 08:00 eins og áður var auglýst) og komið heim um 21:00 sama dag.
  • Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuður niðurgreiða ferðina að hluta til fyrir hvern og einn.
  • Kársnesskóli óskar eftir að sótt sé um leyfi til skólans vegna ferðarinnar.