Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Fermingarfræðsla og fermingar vorið 2026 í Kársnessóknmaí 4, 2025 - 12:50 e.h.
- Skráning í fermingarfræðslu og fermingar 2025-2026maí 4, 2025 - 11:35 f.h.
- Karlakaffi þriðjudaginn 6. maímaí 3, 2025 - 11:21 f.h.
- Aðalsafnaðarfundurmaí 2, 2025 - 6:00 e.h.
- Guðsþjónusta & fundur 04/05/25apríl 30, 2025 - 9:14 f.h.
Leiðsögn um glugga Gerðar Helgadóttur – Menning á miðvikudögum
/in Fréttir/by Sigurður Arnarson21.08.2019 12:15
Leiðsögn með séra Sigurði Arnarsyni sóknarpresti sem segir frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður veitir innsýn í nýjar framkvæmdir sem áttu sér stað á gluggum á suðurhlið kirkjunnar en hluti glugganna voru teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í lifanda lífi.
Gerður nam gluggagerðarlist í París hjá hinu þekkta Barillet verkstæði og skarta fjölda kirkjur gluggum eftir hana bæði erlendis og á Íslandi og má þar nefna Skálholtskirkju, sem var það verk sem listakonan mat sjálf einna mest.
Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Guðsþjónusta 18. ágúst, kl.11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
Guðsþjónusta 11. ágúst
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. ágúst klukkan 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová, kantor annast undirleik. Allir hjartanlega velkomnir.
Messa 4. ágúst
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMessa verður um verslunarmannahelgina þann 4. ágúst kl. 11:00 í eða við Kópavogskirkju. Ef vel viðrar verður messað úti við annars inni í kirkjunni. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar. Kantor er Lenka Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.
Sumarið í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonÞjóðkirkjusöfnuðirnir í Kópavogi eru með samstarf um sumarhelgihaldið líkt og fyrri sumur en skipulagið er þannig að í júní verður messað í Hjallakirkju, júlí í Digraneskirkju og fyrri part ágúst í Kópavogskirkju. Hefðbundið helgihaldi í Kópavogskirkju hefst aftur 16. ágúst kl. 11:00. Prestar kirknanna skipta með sér messum sem eru alla jafna kl. 11.00 á sunnudögum í sumar. Einnig eru guðsþjónustur og messur kl. 20:00 í Lindakirkju utan 28. júlí og 4. ágúst.
Vaktsími presta vegna útkalla í Kópavogi er 843-0444.
Guðsþjónusta á Hvítasunnudag
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður á Hvítasunnudag 9. júni kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Gunnar Gunnarsson, organisti og Sara Grímsdóttir, söngkona annast tónlistarflutning. Allir hjaranlega velkomnir.
Helgistund á Sjómannadegi 2. júní kl. 11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonHelgistund verður sunnudaginn 2. júní kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Ingimar Helgason, guðfræðingur leiðir stundina. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóvá. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður þriðjudaginn 28. maí n.k. kl. 14:30-16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Uppstingningardagur 30. maí, 2019
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 30. maí n.k. kl.14:00. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti vísiterar Kársnessöfnuð og prédikar í guðsþjónustunni. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu Borgum. Skólakór Kársness mun syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 26. maí kl. 11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonSr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.