Leiðsögn um verk Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju

Á Safnanótt 7. febrúar n.k. kl. 18:45 verður leiðsögn um verk Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sóknarprestur, djákni, starfsfólk og sóknarnefnd Kópavogskirkju hafa barist ötullega fyrir viðgerðum á steindu gleri sem eru verk Gerðar Helgadóttur. Í leiðsögninni segir Sr. Sigurðu Arnarson frá gluggunum, hugmyndafræðinni á bakvið litaval Gerðar og ferlinu sem viðgerðin er.

Heildardagskrá Safnanætur í Kópavogi má nálgast hér: https://www.facebook.com/events/625359728281860/