Fermingar vorið 2020

Fermingar 2020 í Kópavogskirkju 

Vetrarfermingarfræðsla, frá 27. janúar (fyrir vetrarfermingarfræðsluhóp) á mánudögum kl.15:30-16:10 í safnaðarheimilinu Borgum. 

Kyrtlamátun í Kópavogskirkju, mánudaginn 17. febrúar kl. 15:30-16:15, kyrtlagjald er 1000 kr og krafa kemur í heimabanka. 

Ritningarorð þurfa að berast okkur fyrir 17.febrúar (listi með hugmyndum um ritingarorðum verður sendur út með gátlista fyrir próf fljótlega). 

Sameiginlegur fermingarfræðslutími (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) mánudaginn 23. mars 2020 frá kl. 10:30-14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. 

Kirkjulykli skilað útfylltum í fræðsluna 23. mars n.k. 

Próf í sameiginlegu fermingarfræðslunni 23. mars, 2020 frá kl. 13:30-14:30, gátlisti sendur til foreldra og á heimsíðu safnaðarins. 

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 10:30 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar. 

Messur og guðsþjónustur 

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. 

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. 

Fermingar og æfingar eru á eftirtöldum dögum. Mjög mikilvægt er allir mætir á æfingar. 

Pálmasunnudagur 5. apríl, 2020 kl. 11:00. 

Æfingar eru 2. og 3. apríl kl. 16:15-17:15 

Skírdagur 9. apríl 2020, kl. 11:00. 

Æfingar eru 6. og 7. apríl kl. 10:00-11:00. 

Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.