Ferð í Hannesarholt frestað

Frestað! Til stóð að Mál dagsins færi í heimsókn í Hannesarholt 1. nóv. En vegna þess að síðasta Mál dagsins féll niður þá verður ný dagsetning fundin. Nánar tilkynnt næst þegar Mál dagsins kemur saman þriðjudaginn 4. nóvember.

Mál dagsins aflýst vegna færðar 28/10/25

Mál dagsins fellur niður í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna færðar. Bænastundin kl. 12.15 fellur einnig niður. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í næstu viku

Messa & sunnudagaskóli 26/10/25

Messa með altarisgöngu verður við Kópavogskirkju sunnudaginn 26. október kl. 11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Ester Ólafsdóttir leiðir söng. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn í kapellu safnaðarheimilis Kópavogskirkju, leiddur af æskulýðsleiðtogum Kópavogskirkju.