Mal dagsins 8. september, 2015

Mál dagsins 8. september n.k. hefst kl.14:30 að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 heldur Agnar Sigurvinsson erindi um Lúxemborg en hann hefur verið búsettur þar síðan 1965. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.

Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónunsta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. september n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn hefur aftur starf eftir sumarfrí. Umsjón hafa sr. Sigurður Arnarson, Bjarmi Hreinsson og Þóra Marteinsdóttir.

Allir velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að venju verður samsöngur undir stjórn Lenku Mátéova og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 mun Hafdís Bennett segja frá ljósmyndasýningu sinni í safnaðarheimilinu Borgum en Hafdís hefur verið búsett erlendis í um 60 ár. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn.

Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 30. ágúst n.k.

Messa verður 30. ágúst n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju með þátttöku fermingarbarna vorsins 2016.

Ásta Ágústsdóttir, djákni flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Eftir messu verður fundur um fermingarstörfin í safnaðarheimilinu Borgum fyrir fermingarbörnin og foreldra og forráðafólk þeirra.

Guðsþjónusta 16. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. ágúst kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Fermingarfræðsla í Kópavogskirkju, upplýsingar

Síðsumarsfermingarnámskeið verður 17. til 21. ágúst, 2015 frá kl. 9:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Messa 30. ágúst kl.11:00 og fundur með foreldrum eftir messu.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 7. október, 2015.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni):

Tímar í september, 7, 14, 21, 28, 2015
Tímar í október, 5, 12, 19, 26, 2015
Tímar í nóvember, 2, 9, 16, 23 og 30 ,2015
Tíamr í desember, 14, 2015
Tímar í janúar, 18, 25, 2016
Tímar í febrúar, 1, 8, 15, 22, 29, 2016
Tímar í mars, 7, (próf) ,2016

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp):

28. september, 26. október, 30. nóvember og 14. desember, 2015.
25, janúar, 29. febrúar og 7. mars, 2016.

Kennt er frá kl. 16:00-16:40

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum. Það verður auglýst síðar.

Í haust er farið í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg miðvikudaginn 7. október kl. 8:00 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vantaskógi.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi).

Einnig er hægt að semja við fermingarbörn vorsins 2015 um not eða kaup á “Con Dios”. Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!
Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er. Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju.

Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á heimasíðu Kópavogskirkju. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.

Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Næsta vetur verða tveir fundir með foreldrum fermingarbarna.

Fyrri fundurinn verður sunnudaginn 30. ágúst, 2015 eftir messu kl. 11:00.

Seinni fundurinn verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 31. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Fermingardagar 2016 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur 20. mars
kl. 11:00

Skírdagur 24. mars, 2016
Kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Pálmasunnudag 20. mars, kl. 11:00, þá verður æft 18. og 19. mars kl. 16:00-17:00.

Skírdag 24. mars, kl.11:00, þá verður æft 21. og 22. mars, kl. 16:00-17:00.

Fermingarfræðslugjald er 14307 krónur og eru reikningar sendir í heimabanka foreldra eða forráðamanna.

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is
Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM (kopavogskirkja@kirkjan.is). MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA

Lokað vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa er skrifstofa Kársnessóknar  lokuð frá 8. júlí til og með 14. ágúst. Fylgst verður náið með símsvara kirkjunnar í síma 554 1898.

Hægt er að ná sambandi við kirkjuvörð í  síma  898 8480 virka daga milli kl 9.00 og 15.00. Kirkjuvörður gefur upplýsingar varðandi leigu á safnaðarsal og bókun á kirkju.

Ef óskað er eftir þjónustu prests er bent á vaktþjónustu presta í Kópavogi í síma 843 0444.

Helgistund 28. júní kl.11:00

Helgistund verður 28. júní n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.

Sýning Hafdísar Bennett

Sýning Hafdísar Bennett í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga í júní frá kl. 09:00-13:00 og eftir samkomulagi.

Helgihald í Kópavogskirkju í sumar

Guðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015

28. júní, kl.11:00 Helgistund. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari

12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari

19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist

2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari

16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

30. ágúst, kl.11:00 Messa. Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.