Entries by Sigurður Arnarson

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS Laugardaginn 2. desember kl.09:00 í Kópavogskirkju. Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi efna nú í fjórða sinn til hlaups á milli kirkna og kapella í Kópavogi í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks. Safnast er saman í Kópavogskirkju og sunginn jólasálmur.. Hlaupinn verður ca.11 km hringur – ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG […]

Starfið í Kópavogskirkju á aðventu og jólum.

2. desember kl. 09:00 í Kópavogskirkju.  Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sunginn jólasálmur og hlaupið hefst með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimilinu Borgum. 3. desember. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.  Tendrað […]

Mál dagins 7. nóvember

Mál dagsins 7. nóvember n.k. hefst að venju kl.14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 munu þeir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Halldór Sighvatsson flytja jazztónlist.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl.16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

„Jól í skókassa“

Nýverið heimsótti hópur frá KFUM og K í Úkraínu og á Íslandi „Mál dagsins“ í safnaðarheimilinu Borgum og einnig unglinga í æskulýðsstarfi Kópavogskirkju.  Kynnti hópurinn „Jól í skókassa“, sem er alþjóðlegt verkefni og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn, sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með […]

Allra heilagra messa, sunnudaginn 5. nóvember kl.11:00

Í guðsþjónustu kl.11:00 í Kópavogskirkju sunnudaginn 5. nóvember n.k. verður beðið fyrir þeim með nafni sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið frá 20. október 2016 til 20. október 2017.  Ásta Ágústsdóttir, djákni mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og getur fólk tendrað á ljósi […]