Entries by Sigurður Arnarson

Guðsþjónusta 10. febrúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. janúar n.k. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir atlari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k.

Kópavogskirkja tekur þátt í Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k. Klukkan 18:00-21:30 verður kirkjan opin og gestir geta skoðað muni nokkra muni kirkjunnar og kveikt á kertum við altariströppur. Nemandi kantors kirkjunnar mun æfa sig á orgelið. Klukkan 18-23 mun Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun úr vídeóverki Hrundar Atladóttur en […]

Mál dagsins 29. janúar 2019

Mál dagsins hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og leikur Kristín Jóhannesdóttir að þessu sinni undir hjá honum. Klukkan 15:10 með Sigursteinn Másson segja frá bók sinni „Geðveikt á köflum“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Vegna ferminga vorið 2019

Eftirfarandi eru nokkur mikilvæg minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar og ferminganna framundan og komu meðal annars fram: á fundi með fermingarbörnum og foreldrum sunnudaginn 27. janúar síðastliðinn. Fermingarkyrtlamátun fyrir þau sem fermast í vor  verður miðvikudaginn 30. janúar á milli kl. 15:30-16:30 í Kópavogskirkju  K Vetrarfermingarfræðslan heldur áfram á miðvikudögum frá kl. 15:15-16:00 út febrúar. Sameiginlegur fermingarfræðslutími […]

Tónlistarmessa

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. janáur n.k. kl.11:00.  Til messunnar eru sérstaklega boðuð fermingarbörn vetrarins og foreldrar þeirra.  Á eftir messu verður fundur í kirkjunni um færðsluna og fyrirkomulag ferminganna í vor.  Sunnudagskóli verður á sama tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Mal dagsins

Mál dagsins 22. janúar n.k. hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá frá kl. 14:30-15:10.  Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun svo segja frá nýútkominni bók sinni „Hið Heilaga orð“.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Styrkur frá Lionsklúbbi Kópavogs

Nýverið afhennti Lionsklúbbur Kópavogs, Kársnessöfnuði styrk upp á 500.ooo kr. til viðhalds á gluggum og glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.  Hluti framlagsins er ágóði af Skötuveilsu klúbbsins, sem haldin var í desember s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgu.  Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk kirkjunnar þakka innilega þetta góða framlag.

Mál dagsins 15. janúar

Mál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 15. janúar eftir jólafrí.  Stundin hefst kl. 14:30 á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 mun Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri Ríkharðs III í Borgarleikhúsinu segja frá uppsetningunni.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.