Nokkur minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar

Minnisatriði vegna síðsumarsfermingarfræðslu, ágúst 2019

Síðsumarnámskeið verður 19. til 22. ágúst, 2019 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”.  Unglingarnir eru beðnir að koma með nesti með sér.

Messur 25. ágúst 2019 og 26. janúar 2020 og fundur með foreldrum eftir messu.   Mikilvægt er að foreldrar, foráðafólk og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða fimmtudaginn 21.nóvember, 2019 og mánudaginn 23. mars 2020.  

Vetrarrfermingarfræðslan hefst í september (nánar tilkynnt síðar).Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios, A ha, og Kirkjulykill (verða til sölu hjá okkur ef fólk vill.  Í september n.k. verða sendar kröfur í heimabanka fyrir bókunum en þær eru keyptar fyrir milligöngu Kársnessóknar).  Hægt er að fá Nýja testamenntið gefins hjá okkur og Sálmabókin er lánuð. Mikilvægt er að eignast bækurnar strax og kennsla hefst í ágúst, svo við getum verið samferða í tímunum.

Messur í vetur!

Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim.  Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu  ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur.