Entries by Grétar Halldór Gunnarsson

Guðsþjónusta 17/09/23

Guðsþjónusta verður við Kópavogskirkju á sunnudaginn kl. 11.00. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja, Elísa Elíasdóttir er organisti og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Verum velkomin til guðsþjónustu á sunnudag.

Vetrarfermingarfræðslan hefst nú miðvikudaginn 13. september í Borgum safnaðarheimili. Þau tilvonandi fermingarbörn sem ekki völdu að fara í síðsumarsfræðsluna, munu sækja vetrarfermingarfræðsluna. Ef einhver á eftir að skrá sig þá má gera það með því að senda tölvupóst á kopavogskirkja@kirkjan.is

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 03/09/23

Sunnudaginn 3. september verður bæði guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.00.  Guðsþjónustan verður í Kópavogskirkju. Elísa Elíasdóttir er organisti, félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Í Borgum safnaðarheimili taka síðan sunnudagaskólaleiðtogarnir okkar á móti krökkunum í þessum fyrsta sunnudagaskóla haustsins.  Sjáumst glöð!