Kópavogskirkja opnar aftur eftir endurbætur

Sunnudaginn 24. október n.k. kl.11:00 verður því fagnað í guðsþjónustu í Kópavogskirkju að endurbótum á steindum gluggum Gerðar Helagdóttur og umgjörð þeirra er lokið en þær hafa staðið með hléum frá júní 2018. Í guðsþjónustunni mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédika og fyrir altari þjóna sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Anna Maria Tabaczynska leikur á flautu. Kirkjan verður svo opin á eftir guðsþjónstunni til kl.15:00 og gefst þá gestum að virða endurbæturnar fyrir sér. Kl. 12:30-12:50 segir sr. Sigurður frá endurbótunum og verki Gerðar. Allir hjartanlega velkomnir.