Guðsþjónusta 9. febrúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 9. febrúar kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum with http://free-sex.cc.

Mál dagsins 4. febrúar

Mál dagins þann 4. febrúar hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 mun Höskuldur Gunnlaugsson, knattspyrnumaður og nemi í viðskiptafræði við HR flytja erindi um knattspyrnu. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Leiðsögn um verk Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju

Á Safnanótt 7. febrúar n.k. kl. 18:45 verður leiðsögn um verk Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Sóknarprestur, djákni, starfsfólk og sóknarnefnd Kópavogskirkju hafa barist ötullega fyrir viðgerðum á steindu gleri sem eru verk Gerðar Helgadóttur. Í leiðsögninni segir Sr. Sigurðu Arnarson frá gluggunum, hugmyndafræðinni á bakvið litaval Gerðar og ferlinu sem viðgerðin er.

Heildardagskrá Safnanætur í Kópavogi má nálgast hér: https://www.facebook.com/events/625359728281860/

Fermingar vorið 2020

Fermingar 2020 í Kópavogskirkju 

Vetrarfermingarfræðsla, frá 27. janúar (fyrir vetrarfermingarfræðsluhóp) á mánudögum kl.15:30-16:10 í safnaðarheimilinu Borgum. 

Kyrtlamátun í Kópavogskirkju, mánudaginn 17. febrúar kl. 15:30-16:15, kyrtlagjald er 1000 kr og krafa kemur í heimabanka. 

Ritningarorð þurfa að berast okkur fyrir 17.febrúar (listi með hugmyndum um ritingarorðum verður sendur út með gátlista fyrir próf fljótlega). 

Sameiginlegur fermingarfræðslutími (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) mánudaginn 23. mars 2020 frá kl. 10:30-14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. 

Kirkjulykli skilað útfylltum í fræðsluna 23. mars n.k. 

Próf í sameiginlegu fermingarfræðslunni 23. mars, 2020 frá kl. 13:30-14:30, gátlisti sendur til foreldra og á heimsíðu safnaðarins. 

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 10:30 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar. 

Messur og guðsþjónustur 

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. 

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. 

Fermingar og æfingar eru á eftirtöldum dögum. Mjög mikilvægt er allir mætir á æfingar. 

Pálmasunnudagur 5. apríl, 2020 kl. 11:00. 

Æfingar eru 2. og 3. apríl kl. 16:15-17:15 

Skírdagur 9. apríl 2020, kl. 11:00. 

Æfingar eru 6. og 7. apríl kl. 10:00-11:00. 

Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar. 

Guðsþjónusta 2. febrúar

Guðsþjónusta verður 2. febrúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová, kantor stjórnar félögum úr Kór Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Útvarpsmessa

Útvarpsmessa verður sunnudaginn 26. janúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Messuþjónar taka einnig þátt í helgihaldinu ásamt fermingarbörnum vetrarins. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Eftir messu verður stuttur fundur ásamt fermingarbörnum vetrarins og foreldrum þeirra og forráðafólki.

Æskulýðsfundir

Æskulýðsfundir eru á fimmtudagskvöldum kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Mál dagsins verður þriðjudaginn 21. janúar kl. 14:30-16:00 og hefst að venju með samsöng til kl. 15:10 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Kl. 15:10 mun Finnur Fróðason flytja erindi. Kl.15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.

Guðsþjónusta 19. janúar

Guðsþjónusta verður 19. janúar kl. 11:00. Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins


Mál dagsins hefst aftur efir jólafrí þriðjudaginn 14.januar í safnaðarheimilinu Borgum kl.14.30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenka Mátéová. Klukkan 15.10 heldur dr. Bergrún Óladóttir, jarðfræðingur erindi. Kl. 15.30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16.00. Allir hjartanlega velkomnir.