Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Kærleikssmiðjan komin í mánaðarpásu

Kærleikssmiðjan, sem starfrækt hefur verið í safnaðarheimilinu Borgum hvern sunnudag, er nú komin í pásu til sunnudagsins 23. apríl. Þau börn sem hafa sótt smiðjuna hafa, frá áramótum, unnið með söguna Miskunnsami Samverjinn í gegnum hin ýmsu listform: tónlist, leiklist, skúlptúragerð og nú síðast ljósmyndun. Síðasta sunnudag fengu börnin að velja sér orð til að […]

Frumsýning á nýju fermingarmyndbandi

Komið þið sæl Nú frumsýnum við nýtt fermingarmyndband sem ber heitið „Mitt er valið“ og er ætlað að kynna fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar. Myndbandið var unnið af Risamyndum í samstarfi við fræðslusvið Biskupsstofu. Einnig höfum við nú sent út fermingarbækling til allra barna sem fædd eru 2003 og skráð í Þjóðkirkjuna og ætti hann að koma til þeirra […]

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið. Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og […]

Samvera fyrir syrgjendur

  Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20:00 Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum. Jólasálmar Hamrahlíðarkórinn Ritningarlestrar Prestur: Sr.Sigurður Grétar Helgason Hugvekja: K. Hulda Guðmundsdóttir, Nýrri dögun Minningarstund: Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna Samveran […]

200 ára afmæli Biblíufélagsins

Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing í Háteigskirkju (Setrinu, 1. hæð), þriðjudaginn 8. desember kl. 16 undir yfirskriftinni “Biblían okkar og framtíðin”. Á málþinginu verða flutt þrjú erindi: Egill Jóhannsson, útgefandi: Biblíuútgáfur og framtíðin. Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og blaðamaður: Til allra þjóða. Dr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup: Til hvers […]

Viðgerðir á Kópavogskirkju

Nú er lokið við að fylla í sprungur á ytra birgði kirkjunnar og beðið eftir veðri til að “sílanþvo” hana að utan. Til þess þarf að vera frostlaust og þurrt. Það verk tekur einn dag og að því loknu er hægt að mála kirkjuna. Vonast er til að þessum framkvæmdum ljúki sem fyrst. Í vor […]

Dagskrá á aðventu

Kópavogskirkja 29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fluttir verða aðventu- og jólasálmar. Friðarlogi frá skátum afhenntur. Miðvikudagur 2. desember kl. 20:00-21:00. Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Flutt verða jólalög frá Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Stjórnandi Lenka Mátéová. Erna Vala Arnardóttir leikur á píanó og einsöng syngja söngvarar úr kórnum. Sr. Sigurður […]

Mál dagsins 24. nóvember

Mál dagsins verður 24. nóvember og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10-15:30 flytur dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjúnkt erindi um íslenska tungu og beinir hann sjónum sínum til dæmis; að bragfræðinni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega […]

Mál dagsins 17. nóvember

Mál dagsins verður 17. nóvember n.k og hefst að venju með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 -15:30 flytur Þurý Björk Björgvinsdóttir frá Utanríkisráðuneytinu erindi. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur með stuttri helgistund kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 22. nóvember

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 22. nóvember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir. Allir velkomnir.