Heimsókn frá Hjálparstarfi kirkjunnar á æskulýðsfundi

Þau Ahmed og Million, sem starfa hjá Lútherska heimssambandinu í Eþjópíu komu í heimsókn á æskulýðsfund nýverið.  Sögðu þau frá vatnsbrunnaverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþjópíu og fræddu okkur um land og þjóð.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og forsíðumyndin af æskulýðsleiðtogunum að læra eþjópískan dans.fermingarborn-og-heimsokn-fra-ethjopiu1-heimsokn-fra-ethjopiu

Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt

Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda.  Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku finnsku kirkjunni hefur orðið að veruleika. Honum sveið ástandið eins og okkur öllum og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega kl. 17 frá 12. til 24. október, en 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna.Þessi hugmynd hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama. Tilgangurinn er að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.Lúterska heimssambandið, sem Þjóðkirkjan er aðili að, vekur athygli á framtakinu og hvetur fleiri kirkjur til að taka þátt. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo.  Biskup Íslands hvetur presta og sóknarnefndir til að hringja klukkum kirkna frá mánudeginum 24. október kl. 17 í þrjár mínútur og daglega eftir því sem við verður komið til og með 31.október, sem er siðbótardagurinn.Um leið er til þess mælst að beðið verði fyrir fólki og ástandi í Aleppo og endir verði bundinn á þann hrylling er þar á sér stað.

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar.  Lesnir verða textar úr bókinni.  Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 23. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00.  Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku.  Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.

Starf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk hefst fimmtudaginn 6. október n.k.

Fyrir 1-2 bekk er á fimmtudögum kl. 14:00-15:00.

Fyrir 3-4 bekk er á fimmtudögum kl.15:30-16:30.

Starfið fer fram í safnaðarheimilinu borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfinu loknu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Krílasálmar

KRÍLASÁLMAR

Frábært tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra

Námskeið haldið í Hjallakirkju

þriðjudaga kl. 13:15

og hefst þann

11. október 2016

Verð 4000 kr. fyrir átta skipti

Skráning: gudny@hjallakirkja.is

hjallakirkja.is