Unglingaguðsþjónusta sunnudagskvöldið 14. október kl. 20 í Kópavogskirkju

Hjalla-, Digranes- og Kópavogskirkja standa að unglingaguðsþjónustu í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 14. október n.k. kl. 20:00.  Unglingar úr æskulýðsstarfi Kópavogskirkju sýna „Týnda soninn“, lesa ritningarlestra og leiða bænir.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Sr. Sigurður Arnarson flytur hugleiðingu.  Allir hjartanlega velkomnir.