Þeirra minnst sem eru látin

Sunnudaginn 3. nóvember n.k. í guðsþjónustu kl. 11:00 verður þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni og kveikt á kerti til minningar um þau, sem sóknarprestur hefur jarðsungið á tímabilinu frá októberlokum 2018 til og með 1. nóvember 2019 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur á að tendra á bænaljósum við altari. Sunnudagskólinn hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Fluttur verður þá fyrirlestur um “Sorg og sorgarviðbrögð”.