Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
Í vikunni ganga börn í fermingarfræðslu í hús í hverfinu sínu með bauk Hjálparstarfsins í hönd.
Þau safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Fermingarbörn í Kársnessókn það er þau sem fermast frá Kópavogskirkju næsta vor ganga í hús á morgunn, þriðjudagskvöldið 29. október frá kl. 18-20.
Þau hittast kl. 18:00 í safnaðarheimilinu Borgum og fá þá afhennt söfnunargögn. Klukkan 20:00 hefst æskulýðsfundur í safnaðarheimilinu og þar verður boðið upp á pizzur.
Æskulýðsfundur verður svo á fimmtudaginn kemur þann 31. október kl. 20:00.