Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 10. nóvember n.k.

Barna-og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 10. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sóknarprestur og sunnudagaskólaleiðtogar leiða. Drengir úr 5-7 bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.