Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur störf í Kársnesprestakalli

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hóf 15. ágúst síðastliðinn störf, sem prestur í Kársnesprestakalli við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Meðfylgjandi myndir voru teknar 15.ágúst þegar sr. Grétar Halldór hitti samstarfsfólk sitt í Kársnessöfnuði þau: Ástu Ágústsdóttur, djákna, Lenku Mátéová, kantor og Hannes Sigurgeirsson, kirkjuvörð og sr. Sigurð. Við bjóðum sr. Grétar Halldór hjartanlega velkomin til starfa.