Fermingarfræðsla, guðsþjónusta 21. ágúst kl.11:00 og fundur

Kópavogskirkju 17. Ágúst, 2022

Sæl verið þið öll

Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna sem ætla að fermast vorið 2023. Hér eru nokkrar upplýsingar um fermingarstarfið framundan:

Síðsumarsfermingarnámskeið:

Mörg barnanna hafa valið sér að sitja síðsumarsfermingarnámskeiðið.  Það verður 18. 19. og 22. ágúst. Mæting er á morgun, fimmtudag kl. 9.15 í Kópavogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá fylgja í viðhengi.

Vetrarfermingarfræðslunámskeiðið:

Upphaf og tímasetningar vetrarfermingarfræðslunnar verða tilkynntar síðar.  Það námskeið er vikulega, styttra í senn:

Guðsþjónusta og fundur

Öllum fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er boðið til guðsjónustu í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður síðan fundur í kirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar fá upplýsingar um fræðsluna og fermingarnar.

Við í Kópavogskirkju erum orðin spennt að taka á móti ykkur öllum í kirkjunni.