Síðsumarsfermingarnámskeið

Síðsumarsfermingarnámskeið fór fram í Kársnessókn 20. og 23. ágúst síðastliðinn en fræðslan heldur svo áfram í vetur fram að fermingum næsta vors. Unglingum á Kársnesi, sem og öðrum íbúum fer nú fjölgandi og hefur ekki svona fjölmennur hópur sótt fræðslu í þó nokkur ár í söfnuðinum. Fræðsluna annast: sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sem hefur þjónað við Kársnessöfnuð síðan í byrjun síðasta árs, Ásta Ágústsdóttir, djákni safnaðarins og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur. Fjallað var á námskeiðinu um ýmsa þætti kristinnar trúar til dæmis: bænina, Biblíuna, líf og starf Jesú Krists, sorgina og dauðann, trúarjátninguna, boðorðin og svo má áfram telja. Tveir útfararstjórar komu og sögðu frá starfi sínu og annar þeirra, sem er danskennari að mennt kenndi svo hópnum og sóknarpresti og dans við vinsælt gospel lag, sem kemur frá Suður Afríku. Kristín Ólafsdóttir, frá Hjálparstarfi kirkjunnar sagði frá starfinu þar, Björn Hólm frá Gídeonfélaginu afhennti fermingarbörnunum Nýjatestamenntið að gjöf. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði meistarflokks Breiðabliks í knattspyrnu fjallaði um það að sinna sjálfum sér og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingur og leikkona fór með hópunum yfir söguna af Miskunna Samverjanum og sett voru upp leikrit byggð á sögunni.