Endurbætur á Kópavogskirkju

Nú stenda yfir umfangsmiklar endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið kirkjunnar en verkið fer fram á verkstæði Oidtmanns fyrirtækisins í Linnich í Þýsklandi. Á sama tíma fara fram endurbætur á umjörð glugga á sömu hlið en fyrirtækið Fagsmíði annast þann verkþátt og Björgvin Tómasson, orgelsmiður og félagar gera við orgel kirkjunnar. Verklok eru áætluð snemma í haust. Ljóskross kirkunnar á austurhlið var tekinn niður en verið er að laga festingar fyrir hann, sem og að múra neðri bogann að utanverðu. Krossinn verður settur fljótlega upp. Meðfylgjandi mynd er af austurhlið kirkjunnar.