Páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta verður á páskadag 27. mars n.k. kl.08.00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Að lokinni hátíðarguðsþjónustu verður boðið upp á morgunnverð í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.  Að því loknu verður gengið um nágrenni kirkjunnar undir leiðsögn Guðjóns Guðmundssonar, sagnfræðings.  Gangan er farin í samvinnu við Sögufélag Kópavogs.