Guðsþjónusta 24. janúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 24. janúar n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir börn í 1-4 bekk hefst aftur miðvikudaginn 19. janúar eftir jólafrí.  Starfið er á miðvikudögum frá kl. 14:00-15:00.  Ef óskað er eftir því er hægt að ná í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla og skila aftur að starfi loknu.   Allir hjartanlega velkomnor

„Að skoða hið augljósa“ – fyrirlestrarröð

Að skoða hið augljósa? Guðfræði Jóhannesar.  Fyrirlestraröð í Breiðholtskirkju fimmtudagskvöld kl. 20 – 22. Fyrsta skiptið er 14. jan og síðasta 17. mars. nóv.

 Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur fjallar um guðfræðina í guðspjalli Jóhannesar.  Það má segja að meðan samstofna guðspjöllin (matt, mark og lúk) fjalla um verk og hlutskipti Jesú þá fjalli Jóhannes meira um hver Jesú er og örlög hans.  Farið verður í nokkrar lykiltexta, eins og jólaguðspjall Jóhannesar m.a texta um æðstaprestsbænina, krossfestingu, upprisu og fleiri.  Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira.

Um kennarann:  Dr. dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður íslendinga í guðfræði.  Hann starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og leiðir þar predikunnarsamfélag presta.  Hann hefur kennt guðfræði bæði við Háskóla Íslands og einnig við Háskólann í Kiel í Þýskalandi.  Sigurjón hefur einnig gefið út fjölda bóka um guðfræði og er án vafa afkastamesti guðfræðihöfundur landsins. Nú síðast kom út bókin: Trú, von og þjóð – Sjálfsmynd og staðleysur.  Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar

Mál dagsins 19. janúar

Næsta „Mál dagsins“ verður þriðjudaginn 19. janúar n.k og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Helgi Árnason, skólastjóra erindi um skólastarfið í dag.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.

Guðsþjónusta 17. janúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 17. janúar n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Máteóvá.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í guðsþjónustunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar

Hvar:                  Í Borgum – safnaðarheimili Kópavogskirkju  Hvenær:    Alla fimmtudagsmorgna kl. 10:00 – 12:00.  Hefjast aftur eftir áramót 14. janúar.

 Notaleg samverustund fyrir mömmur og pabba þar sem hægt er að spjalla um allt milli himins og jarðar, leita ráða og bera saman bækur sínar. Hverri samveru lýkur með söngstund með krílunum. Reglulega koma gestir í heimsókn með fræðslu og kynningu á hinum ýmsu málefnum.  Finndu okkur á Facebook: Foreldramorgnar í Kópavogskirkju og kopavogskirkja.is. Kópavogskirkja sími: 554 1898

Næsta guðsþjónusta verður 10. janúar n.k.

Næsta guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewitt.  Sunnudagaskólinn hefst aftur á sama tíma eftir jólafrí.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Flutt verður erindi og um kl. 15:30 verður kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Guðfræðinemar frá Bandaríkjunum taka þátt í stundinni.image-332-e1444760383578-500x373

Hátíðarguðsþjónusta á Nýjársdag

Hátíðarguðsþjónusta verður á Nýjársdag kl.14:00.  Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna flytur hátíðarræðu.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Forsöngvari: Þórunn Elín Pétursdóttir.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.8745853318_db0fef81db_k

Aftansöngur á Gamlársdag

8745852494_b2f9064ea8_k

Aftansöngur verður á Gamlársdag kl. 18:00 í Kópavogskirkju.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Forsöngvari: Sigmundur Jónsson.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.