Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Fermingarfræðsla og fermingar vorið 2026 í Kársnessóknmaí 4, 2025 - 12:50 e.h.
- Skráning í fermingarfræðslu og fermingar 2025-2026maí 4, 2025 - 11:35 f.h.
- Karlakaffi þriðjudaginn 6. maímaí 3, 2025 - 11:21 f.h.
- Aðalsafnaðarfundurmaí 2, 2025 - 6:00 e.h.
- Guðsþjónusta & fundur 04/05/25apríl 30, 2025 - 9:14 f.h.
Mal dagsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins 22. janúar n.k. hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá frá kl. 14:30-15:10. Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun svo segja frá nýútkominni bók sinni „Hið Heilaga orð“. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjustarf fyrir 1-2 bekk, æskulýðsstarf fyrir 8. bekk og sunnudagaskólinn.
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMiðvikudaginn 16. janúar kl. 15:30-16:30 hefst aftur kirkjustarf fyrir börn í 1-2 bekk. Fimmutdaginn 17. janúar hefjast aftur kl. 20:00-21:30 æskulýðsfundir fyrir 8. bekk. Sunnudagaskólinn er svo alla sunnudaga kl. 11:00 einnig í safnaðarheimilinu Borgum.
Styrkur frá Lionsklúbbi Kópavogs
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNýverið afhennti Lionsklúbbur Kópavogs, Kársnessöfnuði styrk upp á 500.ooo kr. til viðhalds á gluggum og glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Hluti framlagsins er ágóði af Skötuveilsu klúbbsins, sem haldin var í desember s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgu. Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk kirkjunnar þakka innilega þetta góða framlag.
Mál dagsins 15. janúar
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 15. janúar eftir jólafrí. Stundin hefst kl. 14:30 á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 mun Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri Ríkharðs III í Borgarleikhúsinu segja frá uppsetningunni. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 13. janúar kl. 11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður sunnudaginn 13. janúar kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Á sama tíma hefst sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNæsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 15. janúar n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng, síðan er flutt stutt erindi og svo er drukkið kaffi. Allir hjartanlega velkomnir.
Áramótaguðsþjónusta verður á vegum Eldriborgararáðs
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÁramótaguðsþjónusta Eldriborgararáðs verður haldin í Langholtskirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 11:00.
Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna
Söngfélagið Góðir grannar syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar. Organisti Kristján Hrannar Pálsson. Eftir guðsþjónustuna býður Langholtssöfnuður og Eldriborgararáð kirkjugestum upp á veitingar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti
Guðsþjónustan er samstarfsverkefni
Eldriborgararáðs og Langholtskirkju.
Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. janúar n.k. kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNæsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. janúar n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Sunnudagskólinn á höfuðborgarsvæðinu
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonDagskrá um jól og áramót
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður Arnarson23. desember: 11:00 Guðsþjónusta. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar
24. Des: 15:00 Fjölskyldumessa
4. bekkur úr Kársnesskóla syngur
24. Des: 18:00 Aftansöngur
Ásta Ágústsdóttir prédikar. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari
25. Des: 14:00 Jóladagur
Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari.
25. Des: 15:15 Hátíðarmessa á Sunnuhlíð. Sr. Sigurður Arnarson prédikar
31. Des: 18:00 Aftansöngur
Dr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari
1. Jan: 14:00 Nýársdagur
Eiríkur Jónsson flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.