Entries by Sigurður Arnarson

Kúba í miðdepli bænadags kvenna 2016

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur víða um heim fyrsta föstudag í mars. Hérlendis er löng hefð fyrir bænasamverum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, í Miðfirði og á fleiri stöðum. Bænadagssamkoma höfuðborgarsvæðisins verður að þessu sinni haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20 föstudagskvöldið 4. mars. Unglingagospelkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem […]

Guðsþjónusta 28. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 23. febrúar

Mál dagsins þann 23. febrúar hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10 segir Sigurbjörn Þorkelsson frá starfi Gídeon félagsins.  Að því loknu verður drukkið kaffi.  Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum.  Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar […]

Mál dagsins 16. febrúar

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 16. febrúar n.k. kl.14:30-16:00.  Eftir samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar flytur Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur erindi.  Allir hjartanlega velkomnir.