Prjónahópur
Prjónahópur verður fimmtudaginn 3. mars kl. 19:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir velkomnir.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Sigurður Arnarson contributed 745 entries already.
Prjónahópur verður fimmtudaginn 3. mars kl. 19:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir velkomnir.
Félagar í Samkór Kópavogs komu í heimsókn í Mál dagsins þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn og sungu nokkur lög undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Samkórinn fagnar 50 ára afmæli síðar á árinu. Þökkum við þeim þessa góðu heimsókn og allt þeirra góða starf.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur víða um heim fyrsta föstudag í mars. Hérlendis er löng hefð fyrir bænasamverum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, í Miðfirði og á fleiri stöðum. Bænadagssamkoma höfuðborgarsvæðisins verður að þessu sinni haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20 föstudagskvöldið 4. mars. Unglingagospelkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem […]
Starf fyrir 1-4. bekk fellur niður miðvikudaginn 24. febrúar vegna foreldraviðtala í Kársnesskóla. Næst hittist hópurinn miðvikudaginn 3. mars n.k. kl. 14:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins þann 23. febrúar hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 segir Sigurbjörn Þorkelsson frá starfi Gídeon félagsins. Að því loknu verður drukkið kaffi. Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.
Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum. Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar […]
Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu 14. febrúar þegar ljósið skein í gegnum þá og allskonar ljósbrot mynduðust í kirkjunni.
Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 16. febrúar n.k. kl.14:30-16:00. Eftir samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar flytur Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur erindi. Allir hjartanlega velkomnir.
Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. febrúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.