Entries by Sigurður Arnarson

Prjónahópur

Prjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði. Fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann frá kl.19.30-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Fólk kemur með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrsta prjónakvöld haustsins 2022 hefst […]

Helgihald í Kópavogskirkju sept-des 2022

Dagskrá helgihalds í Kópavogskirkju 4. sept. Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Sigurður Arnarson. 11. september. Messa kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson settur inn í embætti prests við Kópavogskirkju. 18. september Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson. 25. september Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson. 2. október Barna- og fjölskylduguðsþjónusta […]

Kveðjuguðsþjónusta sr. Sjafnar Jóhannesdóttur

Sjöfn Jóhannesdóttir var þökkuð einstök þjónusta þann 28. ágúst 2022 fyrir Kársnessöfnuð 2020-2022. Í guðsþjónustunni flutti sr. Sjöfn eftirfarandi prédikun: prédikun kveðjumessa 28. ág. 2022 Náð sé með yður og friður frá Guði föður og syni og heilögum anda amen. Í einum sálmi í sálmabókinni eftir Níels Steingrím Thorláksson eru þessi orð: “Drottinn ó Drottinn […]

Fermingarfræðsla, guðsþjónusta 21. ágúst kl.11:00 og fundur

Kópavogskirkju 17. Ágúst, 2022 Sæl verið þið öll Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna sem ætla að fermast vorið 2023. Hér eru nokkrar upplýsingar um fermingarstarfið framundan: Síðsumarsfermingarnámskeið: Mörg barnanna hafa valið sér að sitja síðsumarsfermingarnámskeiðið.  Það verður 18. 19. og 22. ágúst. Mæting er á morgun, fimmtudag kl. 9.15 í Kópavogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá fylgja […]

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur störf í Kársnesprestakalli

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hóf 15. ágúst síðastliðinn störf, sem prestur í Kársnesprestakalli við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Meðfylgjandi myndir voru teknar 15.ágúst þegar sr. Grétar Halldór hitti samstarfsfólk sitt í Kársnessöfnuði þau: Ástu Ágústsdóttur, djákna, Lenku Mátéová, kantor og Hannes Sigurgeirsson, kirkjuvörð og sr. Sigurð. Við bjóðum sr. Grétar Halldór hjartanlega velkomin til […]