Aðventuhlaup í Kópavogi

Hið árlega aðventuhlaup í Kópavogi verður laugardaginn 1. desember og hefst kl.09:00 frá Kópavogskirkju. Hlaupið er í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks. Um er að ræða 7km eða 11 km. Á eftir er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Allir hjartanlega velkomnir.