Barnastarf fyrir 1-3 bekk á mánudögum

Start fyrir börn í 1-3 bekk er á mánudögum í safnaðarheimilinu Borgum frá kl. 15:30-16:30.  Umsjón með starfinu hafa guðfræðingarnir: Laufey Brá Jónsdóttir og Hjördís Perla Rafngsdóttir

Mál dagsins 8. febrúar n.k.

Mál dagins verður næst þriðjudaginn 8. febrúar kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum og hefst með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 flytur Guðrún Ása Grímsdóttir, prófessor emeritus og sérfræðingur á Árnastofnun erindi um Sturlungu. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 6. febrúar kl.11:00

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. febrúar n.k. kl.11:00 með þátttöku sunnudagaskólans. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Hjördís Perla Rafnsdóttir leiða stundina. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.