Útvarpsguðsþjónusta 15. september kl. 11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 15. september n.k. er “Dagur kælreiksþjónustu” í kjunni. Í útvarpsguðsþjónustu kl. 11:00 í Kópavogskirkju mun Ásta Ágústsdóttir, djákni prédika og sr. Sigurður Arnarson þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.
Æskulýðsfundir
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonÆskulýðsstarf
Starfið er ætlað unglingum. Fundir eru vikulega á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”. Félagar úr starfinu munu ganga í hús í sókninni frá kl. 18:00-20:00 þriðjudaginn 29. október og safna fé fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar. Einnig munu þau taka þátt í verkefninu “Jól í skókassa”. Þrjár fermingarfræðslur verða á æskulýðsfundunum fram að fermingum í vor og foreldrar og forráðafólk tekur þá einnig þátt. Fjallað verður þá um: “Ég á bara eitt líf” , “ábyrgð og að setja mörk” og “sorg og sorgarviðbrögð.
Helgihaldið framundan
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonHelgihaldsdagskrá í Kópavogskirkju frá september til desember 2019
15. september kl.11:00. Útvarspmessa, Dagur líknarþjónustu. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Organisti: Arngerður María Árnadóttir
22. september, kl.11:00. Guðsþjónusta, Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hrafnkell Karlsson.
29. september, kl. 11:00. Umverfismessa.
6. október, kl.11:00. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Sóknarprestur og sunnudagskólaleiðtogarar. Skólakór Kársnes syngur.
13. október, kl. 11:00. Guðsþjónusta
20. október, kl.11:00. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur annast helgistund.
27. október kl.11:00. Tónlistarmessa.
3. nóvember, kl.11:00. Guðsþjónusta Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar Látinna minnst. Samvera á eftir í safnaðarheimilinu “Borgum” þar sem, fjallað verður um “sorg og sorgarviðbrögð” vegna andláta.
10. nóvember, kl.11:00. Barna- og fjölskylduguðsþónusta. Sóknarprestur og sunnudagaskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur.
17. nóvember, kl.11:00. Bókmenntaguðsþjónusta.
24. nóvember, kl.11:00. Tónlistarmessa. Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
1. desember kl.11:00 Barna- og fjölskylduguðsþónusta. Sóknarprestur og sunnudagskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur. Jólaball á eftir í safnaðarheimilinu “Borgum”.
8. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta.
15. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta.
22. desember, kl.11:00. Guðsþjónusta. Settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
24. desember, kl.15:00. “Beðið eftir jólunum”. Sóknarprestur og sunnudagaskólaleiðtogar. Skólakór Kársnes syngur.
24. desember, kl.18:00. Aftansöngur
25. desember, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta, Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar
25. desember, kl.15:15. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar
31. desember, kl.18:00. Aftansöngur.
Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari og Kór Kópavogskirkju undir stjórn Lenku Mátéová, kantors flytja tónlist nema annað sé tekið fram.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður þriðjudaginn 10. september n.k. (vikulega yfir veturinn) og hefst með samsöng kl. 14:30, sem Friðrik A. Kristinsson og Lenka Mátéová leiða. Kl.15:10 mun Sigurður Arnarson, sóknarprestur segja frá Modena á Ítalíu. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.
Fyrirbænastund
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFyrirbænastundir eru á þriðjudögum í kapellu safnaðarheimilisins kl. 13:45. Allir hjartanlega velkomnir.
Prjónahópur Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonPrjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Við erum í safnaðarheimilinu Borgum frá klukkan 19.30 – 21.30. Þar hittist fólk með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrsta prjónakvöld haustsins 2019 hófst 3. september síðastliðinn. Sjá má nánar facebókarsíðu hópsins: Prjónahópur Kópavogskirkju
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. september
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður kl.11:00 sunnudaginn 8. september. Hilmir Kolbeins, guðfræðinemi prédikar. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.
Sunnudagskólinn í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonÁ hverjum sunnudegi í vetur kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Skemmtilegt og fræðandi fyrir þau sem yngri eru.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonVikulegir æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudaginn 5. september og eru frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Guðsþjónusta & sunnudagaskóli 8/12/24desember 5, 2024 - 10:48 f.h.
- Upphaf aðventu í Kópavogskirkjunóvember 26, 2024 - 9:19 e.h.
- Messa & sunnudagaskóli 24/11/24nóvember 21, 2024 - 12:03 e.h.
- „Dag í senn“ – messa 17. nóvember 2024nóvember 12, 2024 - 3:33 e.h.
- Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24nóvember 6, 2024 - 11:04 f.h.