Fermingarbörn vorsins 2020 og foreldrar þeirra eru boðuð til messu sunnudaginn 12. maí næstkomandi klukkan 11:00 í Kópavogskirkju.
Eftir messu verður stuttur kynningarfundur í kirkjunni um fræðsluna framundan og fermingarnar.
Skráning fer þá einnig fram í fermingarfræðsluna og kynntir verða fermingardagarnir næsta vor.
Þau sem ekki komast í messuna og á fundinn en vilja sækja fræðslu og fermast næsta vor eru hvött að senda fulltrúa sína.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta- Uppskeruhátíð

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 5. maí n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson og sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina. Börn úr 3 bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og Þórunnar Björnsdóttur. Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á pylsur og með því. Hoppukastalar verða á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir.