Lokað vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa er skrifstofa Kársnessóknar  lokuð frá 8. júlí til og með 14. ágúst. Fylgst verður náið með símsvara kirkjunnar í síma 554 1898.

Hægt er að ná sambandi við kirkjuvörð í  síma  898 8480 virka daga milli kl 9.00 og 15.00. Kirkjuvörður gefur upplýsingar varðandi leigu á safnaðarsal og bókun á kirkju.

Ef óskað er eftir þjónustu prests er bent á vaktþjónustu presta í Kópavogi í síma 843 0444.

Helgistund 28. júní kl.11:00

Helgistund verður 28. júní n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.

Sýning Hafdísar Bennett

Sýning Hafdísar Bennett í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga í júní frá kl. 09:00-13:00 og eftir samkomulagi.

Helgihald í Kópavogskirkju í sumar

Guðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015

28. júní, kl.11:00 Helgistund. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari

12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari

19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist

2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari

16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

30. ágúst, kl.11:00 Messa. Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.

Aðkallandi viðgerðir á Kópavogskirkju

MG_6859-500x235

Kópavogskirkja stendur á Borgarholti og blasir við mörgum, sem leggja leið sína um bæinn. Kirkjan var lengi vel eina kirkjan í Kópavogi og liggja rætur margra til hennar enda tákn Kópavogs og í merki bæjarins. Kirkjan var vígð árið 1962 og þarf á verulegri viðgerð að halda meðal annars: á steypu, þaki og gluggum. Einnig þarf að mála kirkjuna að utan og innan.

Steindir gluggar Gerðar Helgadóttur, sem eru einstök listaverk liggja undir skemmdum. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu hefur Kársnessókn ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Unnið hefur verið að áætlun um þann kostnað, sem hlýst af því að ljúka verkinu og eru það um 12 milljónir króna.

Kópavogskirkja leitar til sóknarbarna og velunnara um aðstoð. Á fundi Bæjarráðs Kópavogs 15. maí síðastliðinn var samþykkt að styrkja Kársnessókn við framkvæmdina.

Söfnunarreikningur vegna verksins er: 0536-26-630000, kennitala: 691272-0529

Útvarpsmessa 14. júní 2015

Sunnudaginn 14. júní verður útvarpað messu í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta á sjómannadegi 7. júní

Guðsþjónusta verður á sjómannadegi 7. júní n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Ljósmyndasýning Hafdísar Bennett

Ljósmyndasýning Hafdísar Bennett, var opnuð 2. júní s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.

Hafdís-1-e1433335145859-150x150 Hafdís-2-e1433335105755-150x150 Hafdís-3-e1433335071345-150x150 Hafdís-4-e1433334942211-150x150 Hafdís-5-e1433335025519-150x150 Hafdís-6-e1433334987243-150x150

Tónleikar dómkórsins í Southwark í Lundúnum

Fimmtudagskvöldið 28. maí síðastliðinn söng kór frá Southwark dómkirkjunni í Lundúnum tónleika í safnaðarheimilinu Borgum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum.

SW1-e1432909719487-373x500 SW2-e1432909689614-373x500 SW3-e1432909657444-373x500 SW4-500x373 SW5-e1432909603824-500x373 SW6-e1432909561144-500x373

Ísland – litir og form

Sýning-Hafdísar-Bennett-297x500

Sýning á ljósmyndum Hafdísar Bennett
Safnaðarheimili, Kópavogskirkju Borgum
Frá 3. júní til ágústloka 2015

Ég er Íslendingur, sem búið hefur erlendis öll mín fullorðins ár. Ég hef lagt stund á ýmis konar listform yfir árin, en má segja að myndhöggvun ásamt ljósmyndun -hafi orðið ofaná. Hugsanlega hefði ég orðið afkastameiri sem listakona, hefði ég ekki alltaf unnið fyrst og fremst við fjölskyldufyrirtækið okkar í Bretlandi og seinna meir hjálpað dóttur minni að koma á laggirnar hennar eigin fyrirtæki, sem svo blómgaðist vel og varð þekkt tískufyrirtæki, L.K. Bennett.

Ég fann þó alltaf einhvern tíma til að vinna að áhugamálum mínum, auk listmenntunar, lærði ég að fljúga, fimmtug að aldri og tókst að láta gamlan draum rætast: að fljúga til Íslands á eigin spýtur (ásamt kunningjakonu, sem átti vélina). Urðu þetta þrjár ógleymanlegar ævintýraferðir yfir hafið og um hálendið.

Hvað þessa sýningu varðar, þá hraus mér hugur við að fara í beina samkeppni viðþá fjöldamörgu afburða ljósmyndara sem efnt hafa til sýninga hér á landi, því tók ég það ráð að líta á landið frá aðeins öðruvísi sjónarhorni en venja er og beina athyglinni að hinum fjölbreytta formi, litum og áferð sem er að finna hér hvert sem litið er. Hraun, mosi, stuðlaberg, steinar, skófir, skriður, jafnvel grjót og þari á svörtum söndum, úr nógu er að spila, allt er þetta svo einkennandi fyrir Ísland. Það er mér mikill yndisauki að hafa gefist kostur á að setja þessa sýningu upp hér á landi, þessar myndir voru fyrst sýndar í Íslenska sendiráðinu í London í maí í fyrra og stóð sú sýning yfir til septemberloka.

Hafdís Bennett