Aðkallandi viðgerðir á Kópavogskirkju

MG_6859-500x235

Kópavogskirkja stendur á Borgarholti og blasir við mörgum, sem leggja leið sína um bæinn. Kirkjan var lengi vel eina kirkjan í Kópavogi og liggja rætur margra til hennar enda tákn Kópavogs og í merki bæjarins. Kirkjan var vígð árið 1962 og þarf á verulegri viðgerð að halda meðal annars: á steypu, þaki og gluggum. Einnig þarf að mála kirkjuna að utan og innan.

Steindir gluggar Gerðar Helgadóttur, sem eru einstök listaverk liggja undir skemmdum. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu hefur Kársnessókn ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Unnið hefur verið að áætlun um þann kostnað, sem hlýst af því að ljúka verkinu og eru það um 12 milljónir króna.

Kópavogskirkja leitar til sóknarbarna og velunnara um aðstoð. Á fundi Bæjarráðs Kópavogs 15. maí síðastliðinn var samþykkt að styrkja Kársnessókn við framkvæmdina.

Söfnunarreikningur vegna verksins er: 0536-26-630000, kennitala: 691272-0529