Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 29. janúar 2019

Mál dagsins hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og leikur Kristín Jóhannesdóttir að þessu sinni undir hjá honum. Klukkan 15:10 með Sigursteinn Másson segja frá bók sinni „Geðveikt á köflum“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Vegna ferminga vorið 2019

Eftirfarandi eru nokkur mikilvæg minnisatriði vegna fermingarfræðslunnar og ferminganna framundan og komu meðal annars fram: á fundi með fermingarbörnum og foreldrum sunnudaginn 27. janúar síðastliðinn. Fermingarkyrtlamátun fyrir þau sem fermast í vor  verður miðvikudaginn 30. janúar á milli kl. 15:30-16:30 í Kópavogskirkju  K Vetrarfermingarfræðslan heldur áfram á miðvikudögum frá kl. 15:15-16:00 út febrúar. Sameiginlegur fermingarfræðslutími […]

Tónlistarmessa

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. janáur n.k. kl.11:00.  Til messunnar eru sérstaklega boðuð fermingarbörn vetrarins og foreldrar þeirra.  Á eftir messu verður fundur í kirkjunni um færðsluna og fyrirkomulag ferminganna í vor.  Sunnudagskóli verður á sama tíma kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Mal dagsins

Mál dagsins 22. janúar n.k. hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá frá kl. 14:30-15:10.  Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun svo segja frá nýútkominni bók sinni „Hið Heilaga orð“.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Styrkur frá Lionsklúbbi Kópavogs

Nýverið afhennti Lionsklúbbur Kópavogs, Kársnessöfnuði styrk upp á 500.ooo kr. til viðhalds á gluggum og glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.  Hluti framlagsins er ágóði af Skötuveilsu klúbbsins, sem haldin var í desember s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgu.  Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk kirkjunnar þakka innilega þetta góða framlag.

Mál dagsins 15. janúar

Mál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 15. janúar eftir jólafrí.  Stundin hefst kl. 14:30 á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 mun Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri Ríkharðs III í Borgarleikhúsinu segja frá uppsetningunni.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 15. janúar n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst með samsöng, síðan er flutt stutt erindi og svo er drukkið kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir.