Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Dagur íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.

Sunnudaginn 16. nóvember n.k. á degi íslenskrar tungu mun Þórður Ingi Guðjónsson, sérfræðingur á Árnastofnun flytja hugleiðingu í guðsþjónustu í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flyst eftir guðsþjónustu upphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Mál dagsins 11. nóvember 2014

Mál dagsins 11. nóvember n.k. hefst að venju með samsöng kl. 14:30.  Um kl. 15:10 heldur Aðalsteinn Sigfússon, forstöðumaður velferðarsviðs Kópavogs erindi.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 4. nóvember

Mál dagsins er vikulega á þriðjudögum frá kl. 14:30-16:00. Næstkomandi þriðjudag hefst stundin á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Um kl. 15:05 heldur Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn erindi um störf lögreglunar.  Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

“Húnvetningaguðsþjónusta”

Húnvetningaguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl.14:00.  Sr. Úrsula Árnadóttir, prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Húnakórinn syngur undir stjórn Þórhallar Bárðarsonar. Allir hjartanlega velkomnir.

Prédikun sr. Hjartar Pálssonar á Hallgrímshátíð í Kópavogskirkju 26. október

Á Hallgrímshátíð í Kópavogskirkju 26. okt. 2014 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Á þessu ári eru fjórar aldir liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Fæðingardaginn vitum við ekki, en dánardagur hans var 27. október 1674, svo að ártíð hans er […]

Guðsþjónusta 2. nóvember 2014

Sunnudaginn 2. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra sálna messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið  á tímabilinu 20. október 2013- til 20. október 2014 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar […]

Starf fyrir 1.-4. bekk

Vikulegt starf er fyrir börn í 1.-4. bekk á miðvikudögum í safnaðarheimilinu Borgum.  3.-4. bekkur hittist þar kl. 14:00-15:00 og 1.-2. bekkur frá kl. 15:30-16:30.  Boðið er upp á náð sé í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla. Allir velkomnir.