Viðgerðir á Kópavogskirkju

Viðgerðir á Kópavogskirkju.

Í júní verða teknir niður steindir gluggar Gerðar Helgadóttur á suðurhlið kirkjunnar og sendir til viðgerðar í Oidtmann glerverksmiðjurnar í Þýskalandi. Á meðan verður gert við gler að utananverðri suðurhlið kirkjunnar. Steindu gluggarnir verða svo settir aftur upp eftir viðgerð í september n.k.
Í sumar verður jafnframt gert við allt rafkerfi kirkjunnar.
Ekki verður helgihald á sunnudögum í júní og júlí í kirkjunni eða helgisundir á þriðjudögum (bent er á guðsþjónustur og messur í Digraneskirkju í júní og Hjallakirkju í júli kl.11:00 og sunnudagaskóla í Lindakirkju kl. 11:00). Guðsþjónstur verða svo kl. 11:00 á sunnudögum í Safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni) í ágúst og september n.k.