Starf fyrir börn í 1-2 bekk

Kirkjustarf fyrir börn í 1-2.bekk hefst aftur 12. september n.k.

Kópavogskirkja er með spennandi og skemmtilegt kirkjustarf fyrir börn í 1.-2. bekk og fer starfið fram í safnaðarheimilinu Borgum á mánudögum frá 15:30-16:30.

Börnin syngja til dæmis: saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Boðið er upp á að sækja börnin í Vinahól/Frístund Kársneskóla og svo geta foreldrar náð í þau í safnaðarheimilið kl. 16:30 þegar starfinu lýkur. Ef óskað er eftir að náð sé í börnin í Frístund/Vinarhól þarf að hafa samband við þau og einnig að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is