Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur

Sunnudaginn 16. desember n.k. verður hin árlega skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs.  Að þessu sinni fer veislan fram í safnaðarheimilinu Borgum, sem staðsett er skáhalt gengt Gerðarsafni.  Allur ágóði skötuveislunnar rennur til styrktar endurbóta á steindu gleri Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.  Allir eru velkomnir og er matur framreiddur frá kl. 11:30-14:00 og 17:30 til 21:00.