Fyrsta guðsþjónustan eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju

Fyrsta guðsþjónusta eftir endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogskirkju verður sunnudaginn 16. desember n.k. kl.11:00. Sama dag fyrir 56 árum var Kópavogskirkja vígð. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur að lokinni guðsþjónustu og sagt verður frá endurbótunum. Skötuveisla að hætti Lionsklúbbs Kópavogs verður í safnaðarheimilinu Borgum en ágóði af sölunni mun renna til styrktar endurbótanna á verki Gerðar. Allir hjartanlega velkomnir.