Prjónahópur

Prjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði. Fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann frá kl.19.30-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Fólk kemur með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrsta prjónakvöld haustsins 2022 hefst 6. september.