Messa og sunnudagaskóli 29. janúar

Messað verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 11.00. Foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar og verður fundur fyrir þau, í kirkjunni, um leið og messunni er lokið.  Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Borgum safnaðarheimili kl. 11.00