Messa og sunnudagaskóli 28/01/24

Messað verður í Kópavogskirkju næsta sunnudag, þann 28. janúar kl. 11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Er fermingarbörnum og foreldrum þeirra sérstaklega boðið til messunnar. Eftir messuna er fermingarbörnum og foreldrum síðan boðið til stutts fundar í kirkjunni þar sem farið verður yfir fermingarnar og fræðsluna framundan. Kl. 11.00 verður sunnudagaskólinn að sjálfsögðu á sínum stað, í Borgum safnaðarheimili og leiða æskulýðsleiðtogar okkar stundina.