Mál dagsins 10. mars

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 10. mars n.k. í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.

Klukkan 15:10-15:30 verður fyrirlestur frá nýsköpunarfyrirtækinu Levo. Fjallað verður um nýjungar í samskiptum okkar við tölvur og hvernig þær geta bætt vinnuumhverfi. Tómas Páll Máté og félagar hans í fyrirtækinu kynna.

Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Félagar úr starfi eldri borgara í Digranessókn taka þátt í stundinni að þessu sinni.