Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 15. mars n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 15. mars n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari.

Stúlkur úr 7. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni en skólann annast þau: Ágústa Tryggvadóttir, Bjarmi Hreinsson og Oddur Örn Ólafsson.