La Traviata í Máli dagsins 12. mars n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 þann 12. mars n.k. með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri segja frá óperunni La Traviata og uppsetningu óperunnar í Hörpu. Drukkið er kaffi kl. 15:30 og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri bæn og blessun.