„Jól í skókassa“

Nýverið heimsótti hópur frá KFUM og K í Úkraínu og á Íslandi „Mál dagsins“ í safnaðarheimilinu Borgum og einnig unglinga í æskulýðsstarfi Kópavogskirkju.  Kynnti hópurinn „Jól í skókassa“, sem er alþjóðlegt verkefni og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn, sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.  Með slíkum gjöfum er þeim sendur kærleikur Guðs í verki.  Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að börnin fái svipaðar gjafir er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.  Skókassarnir verða sendir til Úkraínu þar sem búa um 46 milljónir.  Atvinnuleysi er mikið og ástandið víða bágborið.  Íslensku kössunum verður meðal annars: dreift á: munaðarleysingjarheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra, sem búa við sára fátækt.  Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja en KFUM og K í Úkranínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar.  Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabokovskiy sem kom með hópnum að þessu sinni.Jól í skókassa hópur frá KFUM í Úkranínu og á Íslandi