Helgihaldið framundan

Helgihald og listviðburðir framundan í Kópavogskirkju, fram að áramótum 2015

13. september, kl. 11:00 Guðsþjónusta.

20. september, kl. 11:00 Tónlistarmessa.

27. september, kl.11:00 Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

4. október, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Dr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

11. október, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.

18. október, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

25. október, kl.11:00 Guðsþjónusta.

1. nóvember, kl.11:00 „Allra heilagra messa“. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Beðið verður fyrir þeim með nafni, sem sóknarprestur kirkjunnar hefur jarðsungið frá 15. október 2014 til og með 15. október 2015. Að lokinni guðsþjónustu verður haldin fyrirlestur í safnaðarheimilinu „Borgum“ um sorg og sorgarviðbrögð.

8. nóvember, kl.11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.

15. nóvember, kl. 11:00 Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

22. nóvember, kl. 11:00 Guðsþjónusta.

29. nóvember, kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fyrsti sunnudagur í aðventu.

6. desember, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni. Annar sunnudagur í aðventu. Jólaball verður í safnaðarheimilinu „Borgum“ að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir.

13. desember, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku barna frá Leiksskólanum Kópasteini.

20. desember, kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Aðfangadagur, kl. 15:00 „Beðið eftir jólunum“. Sr. Sigurður og Þóra Marteinsdóttir annast stundina.

Aðfangadagur, kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta, hátiðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Frá kl. 17:30 er flutt hátíðartónlist.

Jóladagur, kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.

Jóladagur, kl.15:15 Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Annar jóladagur, kl. 14:00 Skírnarstund

Gamlársdagur, kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Nýjársdagur, kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

10. janúar 2016, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jólafrí.

Sóknarprestur Kópavogskirkju, sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum og messum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur undir í öllum messum og guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Sunnudagaskóli hefst kl.11:00 í kirkjunni en flyst svo eftir upphaf í safnaðarheimilið. Umsjón með skólanum hafa: Þóra Marteinsdóttir, Oddur Örn Ólafsson og Bjarmi Hreinsson.