Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.